Lýsing:
DeBuyer er franskt gæðamerki sem framleiðir hágæða vörur fyrir eldhúsið. Debuyer mætir þörfum allra í eldhúsinu hvort sem um er að ræða atvinnu- eða áhugakokka.
Mandólín Swing Plus
Mandólín Swing Plus frá deBuyer er frábær viðbót við eldhúsið þitt. Mandólínið getur skorið jafnt ávexti sem grænmeti í sneiðar eða ræmur. Það býður upp á sléttar og bylgjaðar sneiðar. Hægt er að stilla þykktina á skurði frá 0,5 mm upp í allt að 10 mm.
Fylgihlutir
Mandólíninu fylgja tveir hnífar, annar er sléttur og hinn er með bylgjuskurð. Einnig fylgja með tveir julienne ræmuskerar sem eru annars vegar 4 mm og hins vegar 10 mm á þykkt.
Og svo hitt
Swing mandólínið er með sílikonfótum svo að það helst alveg stöðugt á borði þegar verið er að skera. Ramminn og handhlífin mega fara í uppþvottavél en hnífana þarf að þvo í höndunum.
|