Lýsing:
Smeg hraðsuðukannan er úr hinni einstaklega fallegu 50s línu þeirra og hvert sem tilefnið er mun þessi fallega hraðsuðukanna gera andartakið eftirminnilegt.
Hönnun
Vel hönnuð úr ryðfríu stáli með emileringu og þar af leiðir er hitaleiðni hennar mjög góð. Lokið er með þægilegri mjúkopnun og auðvelt er að fylla hana með vatni. Kannan er með innbyggðum vatnsfilter úr ryðfríu stáli sem hægt er að fjarlægja og þvo, auk þess stendur hún á praktískri botnplötu með stömum fótum.
Rúmmál
Hraðsuðukanna er rúmgóð, getur hitað upp 1,7 lítra af vatni í einu og er með mælistiku til þæginda sem sýnir vatnsmagn í tækinu.
Öryggi
Hraðsuðukannan slekkur sjálfkrafa á sér til þegar 100°C er náð.
Og svo hitt
Viðtökur 50´s smátækjanna frá Smeg hafa verið frábærar og hafa þau unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna. Smeg brauðristar hafa t.d. fengið Red Dot Design Awards.
|