Vörunúmer: HT913 148 357
Heiti: ELECTROLUX TOPPHLAÐIN �VOTTTAV�L 40 CM
Annað heiti:
Eginleikar:

Gerð: Þvottavél topphlaðin
Framleiðandi: Electrolux
Mesta þyngd þvotts: 6 Kg
Stærð frístandandi í mm (HxBxD): 890(opin 1294)x400x600
Litur: Hvítur
Orkuflokkur: A
Orkunotkun á 100 þvotta: 42 kwst
Vinduhraði mest: 1300
Þeytivinduafköst: B
Afgangsraki: 53.9%
Þvottahæfni: A
Vatnsnotkun: 43L
Tromla rúmmál: 42L
Hitastig: Kalt til 95°C.
Hljóðflokkur: C, 79 dB við þeytivindu
Nettengjanleg: Nei
Vatnsöryggi: Já
Barnalæsing: Já
Tímastillt ræsing: Já
Sjálfvirkur skammtari fyrir þvottaefni: Nei
Kolalaus mótor: Já
Ljós í tromlu: Nei
Vatnsslanga lengd í mm: 1500
Frárennslisslanga lengd í mm: 2020
Snúrulengd í mm: 2360
Öryggi: 10 amper
 


Lýsing:

Electrolux topphlaðin þvottavél sem er með 6 kg þvottagetu og 1300 snúninga vindu. Hún fer vel með þvottinn þinn og er með helstu þvottakerfum, aukaskolun og tromlustoppi.

Þvottakerfin
Þvottavélin er með öll helstu þvottakerfum, eins og orkusparnaðarkerfi, bómullarkerfi, kerfi fyrir viðkvæman þvott og gerfiefni. Stutt kerfi fyrir lítinn þvott og ullarkerfi þar sem þvotti er vaggað í litlu vatnsmagni.

Gufukerfi
Frískar upp á t.d. föt sem hafa aðeins verið notuð einu sinni. Fjarlægir krumpur og lykt.

Ullarkerfi
Þar sem þvotti er vaggað í litlu vatnsmagni. Þvottavélin er Woolmark Green vottuð.

Aukaskolun
Hægt er að bæta aukaskolun við þvottakerfið. Sem er tær snilld til dæmis ef þú ert með viðkvæma húð, exem, psoriasis, ofnæmi o.fl.

ÖKOMix
Þvottavélin blandar þvottaefni saman við vatn og leysir það upp áður en hún úðar því yfir þvottinn. Með þessu næst betri virkni þvottaefnisins.

SensiCare gáfnaljósið
Greinir þvottamagn og skilgreinir lengd þvottakerfis á 30 sekúntum og ákveður þannig þvottatíma, vatnsmagn og orku miðað við hleðslu.

Tromlustopp
Þökk sé sjálfvirka tromlustoppinu þá er opið alltaf efst þegar vélin er búin að þvo.  

Sápuhólfið
Er með þremur hólfum, fyrir aðalþvott, forþvott og mýkingarefni. Auðvelt er að taka sápuhólfið úr og þrífa.

SoftPlus
Ef mýkingarefni er notað, þá getur þú með SoftPlus náð betri nýtni úr mýkingarefninu, þar sem með SoftPlus dreifist það betur.

Tímstillt ræsing
Hægt er að seinka ræsingu ef óskað er eftir því að vélin klári að þvo á einhverjum ákveðnum tíma t.d. um það leyti þegar farið er á fætur eða komið heim úr vinnu.

Barnalæsing
Hurð og stjórnborð eru læst við þvott. Þetta kemur í veg fyrir að hægt sé að breyta þvottakerfinu eftir að vélin hefur ræst.

Uppsetning
Hægt er að nota gúmmífætur undir vélina til að styðja betur við hana og gera hana enn hljóðlátari.

Viðhald
Hafa ber í huga að hreinsa þarf allar þvottavélar reglulega. Heitt og rakamikið umhverfi getur valdið myglu og vondri lykt sem enginn vill fá í þvottinn sinn.

Og svo hitt
Með 10 ára ábyrgð á mótor og 3 ára ábyrgð á vél.



Verð: 149900
Þyngd: 0.00
Flokkur: �vottavélar
Vörumerki: ELECTROLUX