Eginleikar:
Misfit Shine 2 skrefa- og svefnmælir.
Vatnsheldur diskur(50m) með marglitum LED ljósum sem gefa upplýsingar um framgang.
Mælir skref, vegalengd, brendar kaloríur, tegund hreyfingar, gæði og lengd svefns.
Sýnir tíma, klukkustundir með stöðugu ljósi og mínútur með blikkandi ljósi.
Mælir sund með inn-app uppfærslu frá Speedo, vegalengd og ferðir í 25 metra og 50 metra laug og telur niður tíma.
Titringur fyrir símtöl, smáskilaboð, áminningu um að hreyfa sig og vekjaraklukkur.
Tengist þráðlaust við snjallsíma með Bluetooth 4.1 þar sem hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar með snjallforriti.
Þarfnast ekki hleðslu, rafhlaða endist í um 6 mánuði og hægt er að skipta henni út.
Innbyggð "Smart Button" tækni sem hægt er að nota til að stjórna Smart tækjum.
Fylgir: armbandsól, klemma, rafhlaða og leiðbeiningar.
|
Lýsing:

Á TOPPI VERALDAR
Misfit Shine 2 er einn flottasti skrefa- og svefnmælirinn á markaðnum í dag. Hann mælir skref, veglengd, kaloríur, hreyfingu, sund og kemur upplýsingum til skila á auðveldan hátt með ljósum í mörgum litum, titringi og snjallsíma forriti. Ef þú gleymir að hreyfa þig þá hjálpar Misfit Shine 2 þér með því að minna þig á það.
Þú færð tilkynningar um hringingar og smáskilaboð með titringi og með því að sækja Misfit Link snjallforritið getur þú forritað Misfit Shine 2 til að stjórna mismunandi snjallþjónustum og tækjum, taka selfie myndir og margt fleira.

FJÖLHÆFUR OG KRAFTMIKILL
- 3-ása hröðunarmælir og segulmælir vinna fullkomið samstarf til að framkvæma mælingar á hreyfingu og svefn.
- 12 björt LED ljós segja til um tíma, sýna framfarir, tilkynningar og fleira.
- Fullkominn snertinemi með hraðri svörun.
- Viðvaranir með titring láta þig vita af mikilvægum upplýsingum og hreyfa við þér.
- Betra Bluetooth 4.1 fyrir hraðari og traustari þráðlausa gagnafærslu.
- Engin þörf að hlaða, útskiptanleg rafhlaða sem endist í allt að 6 mánuði.

SVO GÁFAÐUR
Tengdu Misfit Shine 2 við Misfit Link snjallforritið og stjórnaður allskonar snjallþjónustum, snjallforritum, snjalltækjum, taktu myndir, selfies og margt fleira.

SUND
Mældu sundið með SPEEDO snjalluppfærslu sem þú getur sótt í gegnum Misfit snjallforritið.
Misfit Shine 2 mælir vegalengd, ferð í 25 og 50 metra laug og telur niður settan tíma.

ALLTAF VIRKUR
Misfit Shine 2 er með 6 mánaða rafhlöðuendingu þannig þú þarft ekki að taka hleðslupásu.
Þegar rafhlaðan klárast þá skiptir þú einfaldlega um rafhlöðu á innan við tveimur mínútum.
|