Eginleikar:
Þetta öfluga rafmagnshjól býður upp á allt að 45 km drægni, innbyggðan skjá sem sýnir meðal annars hraða og aðrar gagnlegar upplýsingar, og sterkan 300 W mótor sem nær allt að 600 W hámarkskrafti. Það er einstaklega þægilegt í meðförum – það tekur aðeins 3 sekúndur að leggja saman og vegur einungis 14,2 kg. Kraftmikið ljós tryggir öryggi í myrkri.
- Hámarkshraði : 25km / klst
- Dekkjastærð : 8.5"
- Burðargeta : 100 kg
- Drægni : ca. 45km
- Hleðslutími : 8 klst
- Hleðslugeta : 12.800mAh
- Þyngd : 14.2kg
|
Lýsing:
Áður en þú notar hjólið í fyrsta sinn – mikilvægar ábendingar
-
Loftþrýstingur í dekkjum: Gakktu úr skugga um að dekk séu með réttan þrýsting samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda, sem oftast er um 50 psi. Of lítill loftþrýstingur getur aukið líkur á sprungnum dekkjum.
-
Rafhlaðan: Hlaða þarf rafhlöðuna í 100% áður en hjólið er notað í fyrsta sinn. Til að viðhalda heilsu rafhlöðunnar er best að hlaða hana áður en hún tæmist alveg. Einnig er mikilvægt að hlaða reglulega yfir vetrarmánuðina eða þegar hjólið er ekki í notkun, svo hún haldist í góðu ástandi
Forðastu höggskemmdir
Rafmagnshlaupahjól eru viðkvæm fyrir höggum. Hér eru dæmi um aðstæður sem geta valdið skemmdum:
-
Að keyra harkalega upp á kant.
-
Að stökkva af köntum eða niður úr hæð – slíkt getur skemmt dempara, stýri og fleiri hluta. Hjólið er ekki hannað fyrir stökk eða kúnstir.
Verndaðu hjólið gegn vatnsskemmdum
-
Notir þú hjólið í bleytu, skal þurrka það vel og geyma í hlýju og þurru rými. Ekki skilja það eftir úti eða í kaldri geymslu.
-
Forðastu að hjóla í gegnum polla – hjólið er ekki vatnshelt.
-
Athugaðu loftþrýsting í dekkjum ef hjólið hefur staðið lengi ónotað.
Rafhlaðan – öryggi og ending
Rafhlaðan er hönnuð með tvöfaldri vörn gegn ofhleðslu og hleðslutapi og nýtir hreyfiorku hjólsins til að endurhlaða sig á ferð. Með fullri hleðslu endist hún allt að 45 km. Til að hámarka líftíma hennar:
-
Ekki nota hjólið í mikilli frosti eða geyma það í óupphituðu rými yfir vetur.
-
Hlaða reglulega á meðan það er í geymslu.
-
Hleðsla skal fara fram á öruggum og eftirlituðum stað – aldrei í einangruðu rými, þar sem rafhlaðan er öflug og getur, líkt og aðrar litíumrafhlöður, valdið eldhættu ef illa fer.
Tengdu við appið með Bluetooth
Með Bluetooth-tengingu geturðu tengt hjólið við appið, sem gerir þér kleift að:
-
Kveikja á hjólinu
-
Uppfæra fastbúnað (firmware)
-
Fylgjast með rafhlöðu, drægni og hraða
-
Virkja „cruise control“ til að auka nýtingu rafhlöðunnar
|