Vörunúmer: VEHO VCC-006-K2NPNG
Heiti: VEHO K SERIES K-2 NPNG �TIVISTARV�L
Annað heiti:
Eginleikar:

Upptaka
K-2 útgáfan tekur upp myndbönd í 1080p í allt að 60 römmum á sekúndu og 720p í allt að 120 römmum á sekúndu.
Myndavélin getur tekið upp ljósmyndir í 8, 12 eða 16MP, kemur með sérstakri "burst" stillingu sem tekur 10 ljósmyndir á sekúndu og getur tekið ljósmyndir á sérstaklega ákveðnum tímum í miðri myndbandsupptöku.

Vél- og hugbúnaður
Hugbúnaður vélarinnar styður sjálfvirkan 180° snúning ef vélinni er snúið öfugt við upptöku og kemur með sérstökum G-skynjara sem getur látið vélina byrja að taka upp við breytingu á þyngdarkrafti.
Háþróaður MUVI XA-7 Achilles örgjörvi bíður upp á hraða vinnslu og allt að 19Mbit/s í upptöku.
Aðrir möguleikar eru meðal annars: loop-recording, auto video, time lapse, continous photo, exposure control og digital zoom.

Rafhlaða og skjár
K-Serían kemur með losanlegri 1500mAh rafhlöðu svo auðvelt er að hafa með sér fleiri en eina rafhlöðu og skipta út.
Rafhlaðan endist í 4 klukkustundir í upptöku. Vélin kemur með losanlegum LCD skjá sem auðvelt er að smella aftan á vélina.

Vatnshelt hylki
K-2 kemur með með hylki sem er vatnshelt niður á allt að 100 metra eða um 11 atm.
Vatnshelda hylkið kemur með tveimur mismunandi bökum þannig að það er bæði hægt að hafa vélina í því með og án LCD skjásins.

Þráðlaus tenging og snjallforrit
K-Serían kemur með innbyggðu þráðlausu neti sem drífur allt að 60 metra og gerir þér kleift að tengja vélina beint við Android eða Apple snjallsíma og spjaldtölvur.
Með MUVI K-Seríu appinu getur þú horft á beina útsendingu beint úr vélinni, tekið upp myndbönd, tekið upp ljósmyndir og deilt þeim með vinum í gegnum tölvupóst, Facebook, Twitter og fleira.

Þyngd og stærð
K-Serían er nú nettari, léttari og mælist aðeins 84g að þyngd. Stærð vélarinnar er  6 x 4 x 2,3cm.

Fylgihlutir
K-2 útgáfan kemur með fjölda festinga eins og: festingu á þrífót, festingu á franskan rennilás, hjálmfestingu og fleira sem má sjá í tæknilegum upplýsingum hér fyrir neðan.
Hægt er að nota fjölda festinga á K-Seríuna og meðal annars alla MUVI-HD festinga vörulínuna.


Lýsing:

Frekari upplýsingar:

Upplausn: 1080p@60fps / 720p@120fps
Ljósmyndir: 8, 12 eða 16MP með burst stillingu fyrir allt að 10 myndir
Örgjörvi: XA-7 - Achilles
Bit Rate: 19 mbit/s
Rafhlaða: 1500mAh skiptanleg
Innbyggt þráðlaust net
Skjár: Áfestanlegur LCD Skjár
Minni: 8GB fylgir, styður allt að 32GB
Vatnsheld: Vatnshelt box niður á 100m fylgir
App stuðningur: Android og iOS
Tengi: Micro-HDMI, miniUSB, microSD
Þyngd: 84g
Stærð: 6 x 4 x 2,3 cm

Innihald kassans:

 K2 MUVI™ K-Series Camera
- Battery
- USB Charging Cable
- K-Series Tripod Mount
- Right Angle Mount
- Flat Velcro Mount
- Flat 3M Mount
- Waterproof Case
- Flat Back for Waterproof Case
- Anti-Mist Tabs
- Tripod Arm (for WPC)
- LCD Back for Waterproof Case
- 3M Curved Helmet Mount
- Helmet Front Mount
- LCD Screen
- 8GB microSD Card
- CMOS Protector
- NPNG Lanyard
- Muvi Decal Sticker
- No Proof No Glory Decal Sticker
- No Proof No Glory Sticker
- Printed Quick Start Guide



Verð: 37900
Þyngd: 0.00
Flokkur: SPORT MYNDAV�LAR
Vörumerki: VEHO